Hvað er nýtt í NVDA
2013.1
Það sem ber hæst í þessari útgáfu er meðal annars eðlislægara og samhæfðara snið á fartölvu lyklaborðs haminum; grunn stuðningur við Microsoft Powerpoint; stuðningur við lengri lýsingar á efni í vöfrum; og stuðningur við inntak punktaleturs í punktaletursskjáum sem eru með innbyggt punktaleturs lyklaborð
Mikilvægt
Nýtt útlitssnið á fartölvu lyklaborðs ham
Fartölvu lyklaborðssniðið hefur verið endurhannað frá grunni til að gera það eðlislægara í notkun.
Nýja sniðið notar örvalyklana í samstarfi með NVDA lyklinum og öðrum aðgerðalyklum til að framkvæma vissar skipanir.
Vinsamlegast hafið í huga eftirfarandi breytingar á eftirfarandi skipunum:
Nafn |
Lykill |
Lesa allt |
NVDA+a |
Lesa núverandi línu |
NVDA+l |
Lesa valinn texta |
NVDA+shift+s |
Tilkynna stöðurein |
NVDA+shift+end |
Til viðbótar við þetta þá hafa breytingar einnig verið gerðar á hlutvöfrun, texta skoðun, músarsmell og talgervla stillingum.
Vinsamlegast lesið Commands Quick Reference skjalið til að fá upplýsingar um nýju flýtilyklana.
Nýjir Eiginleikar
- Grunn stuðningur við endurskoðun og lestur á Microsoft Powerpoint glærum. (#501)
- Grunn stuðningur við endurskoðun og lestur skilaboða í Lotus Notes 8.5. (#543)
- Stuðningur við sjálfvirka skiptingu á tungumálum þegar unnið er í Microsoft Word. (#2047)
- Þegar unnið er í vafraham með MSHTML (sb. Internet Explorer) og Gecko (sb. Firefox), þá mun tilvist lengri lýsinga nú vera tilkynnt. Einnig er hægt að opna lengri lýsinguna í sér glugga með því að styðja á NVDA+d. (#809)
- Tilkynningar í Internet Explorer 9 og nýrri útgáfum eru nú lesnar (sb. niðurhal á skrám og hindrun á birtingu efnis, eins og sprettiglugga). (#2343)
- Sjálfvirk tilkynning á fyrirsögnum raða og dálka er nú studd þegar unnið er í vafraham með skjöl í Internet Explorer eða öðrum MSHTML stjórntækjum. (#778)
- Nýtt tungumál: Aragóníska
- Nýjar blindraleturs töflur: Danska stig 2, Kóreska stig 1. (#2737)
- Stuðningur fyrir blindraletursskjái sem tengjast með Blátönn á tölvu sem keyrir Bluetooth Stack for Windows by Toshiba. (#2419)
- Stuðningur við val á tengjum þegar unnið er með Freedom Scientific skjái (Sjálfvirkt, USB eða Blátönn).
- Stuðningur við BrailleNote seríuna af notetakers frá Humanware, þegar þeir eru notaðir sem blindraletursskjáir fyrir skjálesarann. (#2012)
- Stuðningur við eldri módel af Papenmeier BRAILLEX blindraletursskjáum. (#2679)
- Stuðningur við innslátt tölvu-blindraleturs á blindraletursskjám sem innihalda innbyggð lyklaborð. (#808)
- Nýjar lyklaborðs stillingar sem gera kleift að velja um hvort NVDA eigi að trufla lestur með innslegnum bókstöfum eða þegar stutt er á færslulykilinn. (#698)
- Stuðningur við nokkra vafra sem byggja á Google Chrome: Rockmelt, Blackhawk, Comodo Dragon og SRWare Iron. (#2236, #2813, #2814, #2815)
Breytingar
- Uppfærsla á liblouis blindraleturs þýðanda upp í 2.5.2. (#2737)
- Fartölvu lyklaborðs viðmótið hefur verið endurhannað til að gera það eðlislægara í notkun. (#804)
Lagaðar Villur
- Flýtilyklarnir til að fara í fyrri eða næstu skilstiku í Vafraham virka núna í Internet Explorer og öðrum MSHTML stjórntækjum. (#2781)
- Ef NVDA skiptir aftur yfir í eSpeak eða Ekkert tal vegna þess að talgervillinn sem átti að nota ræsti sér ekki, þá er stillingunni nú breytt þannig að þegar NVDA er ræst aftur þá mun forritið á nýjan leik reyna að ræsa sama talgervli. (#2589)
- Ef NVDA endurstillist yfir í stillinguna ekkert punktaletur, sökum þess að punktaletursskjárinn sem er í notkun virkar ekki þegar NVDA ræsist, þá er ekki lengur sjálfgefin stilling, ekkert punktaletur. Sem þýðir að í næsta skipti sem NVDA ræsist þá mun forritið aftur reyna að keyra upp rekilinn fyrir punktaletursskjáinn. (#2264)
- Þegar í Vafraham í Mozilla Firefox forritum, þá munu uppfærslur á töflum nú skilgreinast rétt. Sem dæmi, í uppfærðum sellum, þá munu hnitmið raða og dálka nú vera rétt og vöfrun virkar sem skildi. (#2784)
- Þegar unnið er með Vafraham, í vöfrum, þá eru nú smellanlegir-grafískir/mynd hlutir nú skilgreindir rétt. (#2838)
- Eldri og nýrri útgáfur af SecureCRT eru nú studdar. (#2800)
- Fyrir inntaks aðferðir eins og Easy Dots IME í XP, þá er lestrarstrengurinn nú rétt tilkynntur.
- Uppástungulistinn fyrir Kínverskt Einfaldað Microsoft Pinyin inntak í Windows 7 er nú lesinn rétt þegar skipt er milli síða með ör til hægri og vinstri, og einnig þegar notaður er Heim lykillinn.
- Þegar sérsniðin tákna framburður er vistaður, þá er þróaði "geyma" reiturinn ekki lengur fjarlægður. (#2852)
- Þegar sjálfvirk uppfærslu leitun er afvirkjuð, þá þarf NVDA ekki lengur að vera endurræst til að breytingin taki gildi.
- Engin villa kemur upp í ræsingu NVDA lengur, þegar ekki er hægt að fjarlægja viðbót vegna þess að mappan sem hún er í er þegar í notkun af öðru forriti. (#2860)
- Flipa í valkosta skilaboðaglugga DropBox forritsins er nú hægt að skoða með Flatri skoðun.
- Ef inntaks tungumáli er breytt í annað en sjálfgefið, þá mun NVDA nú greina lyklainnslátt rétt fyrir skipanir og aðra inntaks hjálp.
- Fyrir tungumál eins og Þýsku þar sem + (plús) merkið er einn lykill á lyklaborðinu, þá er nú hægt að binda skipanir við merkið með því að nota orðið "plus". (#2898)
- Í Internet Explorer og öðrum MSHTML stjórntækjum þá eru tilvitnanir núna tilkynntar þar sem við á. (#2888)
- Reklarnir fyrir Humanware Brailliant BI/B seríuna af blindraletursskjám er nú hægt að velja þegar skjárinn er tengdur með Blátönn, þrátt fyrir að hann hafi aldrei verið tengdur með USB.
- Síun á atriðum í Vafrahams Eigindalistanum með stórum stöfum virkar nú sem skildi, líkt og síun á smáum bókstöfum. (#2951)
- Í Mozilla vöfrum þá er nú hægt að nota Vafraham þegar Flash efni er í fókus. (#2546)
- Þegar notaðar eru punktaleturs töflur með styttingum og framkvæmd er skipun um að lengja orðið sem er valið í tölvu-punktaletur, þá mun nú punktaleturs bendillinn vera staðsettur rétt, þegar hann er fyrir aftan orð sem er táknað með fleiri punktaleturs sellum (sd. hástafamerki, bókstafa merki, númera merki, osfrv.) (#2947)
- Textaval er nú birt rétt á punktaletursskjám í forritum eins og Microsoft Word 2003 eða Internet Explorer stjórntækjum þar sem hægt er að skrifa.
- Nú er aftur mögulegt að velja texta frá hægri til vinstri í Microsoft Word þegar punktaletur er virkt.
- NVDA tilkynnir nú multibyte stafi rétt í Scintilla ritunar stjórntækjum þegar þeir eru lesnir eða þeim eytt. (#2855)
- Uppsetning á NVDA mun nú virka þrátt fyrir að slóðin að notenda prófílnum innihalda tiltekna multibyte bókstafi. (#2729)
- Tilkynningar á hópum fyrir Listaskoðunar stjórntækin (SysListview32) í 64 bita forritum framkallar ekki lengur villu.
- Í vafraham í Mozilla forritum, þá er texta efni núna birt rétt á vefsíðum og ekki lengur birt sem endurskoðanlegt efni, eins og stundum kom fyrir. (#2959)
- Í IBM Lotus Symphony og OpenOffice þá mun skoðunarbendillinn færast sjálfkrafa með ritbendlinum, ef við á.
- Adobe Flash efni er núna aðgengilegt í Internet Explorer í Windows 8. (#2454)
- Lagaður stuðningur Blátannar stuðningur við Papenmeier Braillex Trio (#2995)
- Löguð villa þar sem ekki var hægt að nota ákveðnar Microsoft Speech API útgáfa 5 raddir, eins og Koba Speech raddir. (#2629)